Mánudagur, 25. febrúar 2008
FEB:Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna verði 100 þúsund á mánuði
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. var samþykkt að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna ætti að vera að lágmarki 100 þúsund kr. á mánuði. Einnig var samþykkt að skattar á lífeyrissjóðsgreiðslur ættu að lækka úr 35,72% í 10%. Eins og ég hefi tekið fram áður er það mikið ranglæti að bætur almannatrygginga skuli skertar vegna lífeyrissjóðstekna. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir,að lífeyrir úr sjóðunum ætti að koma til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum. Nú hrifsar ríkið af eldri borgurum lífeyrinn ,sem fólk hefur sparað alla ævi.Og eins er með skattlagninguna. Fólk er búið að greiða skatt af þessum peningum og ætti því í mesta lagi að greiða skatt eins og um fjármagnstekjur væri að ræða. En ríkiskrumlan er alls staðar að verki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við höfum engan samningsrétt! Svo það þíðir ekkert að vera að samþykkja eitthvað um almannabæturnar. Og ekkert að kjósa til Alþingis heldur eða í sveitastjórn. Eftir kosningar erum við ekki neitt!!! En gott að bera hag okkar fyrir brjósti 4 hvert ár. Hvenær læra eldri borgara og öryrkjar af reynslunni. Aldrei? Það kemur ekki í ljós fyrr en næsta haust, hvort við fáum frítt í strætó. Kerfið er seinvirkt. Og það er viljandi gert.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:26
Það væru nú óskandi að það yrði tekið tillit til þessarar samþykktar hjá FEB. En þær breytingar sem urðu hjá TR um áramótinn og lítið hefur verið talað um, er sú breyting er varð á skerðingarhlutfalli líferyissjóðsgreiðslum sem einstaklingar fá, skerðing tekjutryggingar var fyrir 2 árum 60%´, í fyrra skerti lífeyrisgreiðslurnar tekjutrygginguna um 80% og nú um áramótin varð sú breyting að skerðingin er orðin 100%, en tekjur maka skerða minna á móti. Eins og Sigrún segir fyrir ofan þá hafa aldraðir og öryrkjar engan samningsrétt, þannig að við höfum lítið að segja varðandi okkar mál.
Kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.