Þýskur banki vill að Ísland gangi í ESB

Mjög áhættusamt er fyrir Íslendinga að halda óbreyttri stefnu í peningamálum. Þetta er niðurstaða úttektar greiningardeildar þýsks banka. Til langs tíma sé vænlegast fyrir íslenskt efnahagskerfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

Dresdner Kleinwort er alþjóðlegur fjárfestingarbanki og hluti af Allianz-samsteypunni. Skýrsluhöfundar segja að sjálfkrafa evruvæðing sé þegar hafin hér á landi. Fyrirtæki vilji gera upp í evrum og skrá hlutafé í evrum. Launþegar geti fengið hluta launa greiddan í evrum og sífellt fleiri taki lán í erlendri mynt.

Skýrsluhöfundar skoða fjórar langtíma lausnir. Þeir telja að hvorki gott að taka einhliða upp evru né fastgengisstefnu með myntráði. Greinarhöfundar telja ekki nema 10% líkur á að Íslendingar haldi óbreyttri stefnu enda sé mesta áhættan fólgin í því.

Til að komast hjá harðri leiðréttingu á gengi krónunnar þurfi Seðlabankinn að halda stífari peningastefnu en endranær, á kostnað hagvaxtar. Hinar miklu erlendu skuldir, fimmföld verg landsframleiðsla, muni áfram vera stór áhættuþáttur og hefta útrás banka og fyrirtækja. Ætli ríkisstjórnin að bregðast við þessu með því að draga úr evruþrýstingnum, kynni hún að þurfa að hefta möguleika banka og fyrirtækja á að flytja eigið fé í erlendri mynt, hindra arðgreiðslur í erlendri mynt, letja mjög til lántöku í erlendri mynt o.s.frv.

Þessar aðgerðir gætu ekki aðeins skaðað trúverðugleika Íslands sem frjáls markaðshagkerfis, heldur einnig skaðað langtíma möguleika til hagvaxtar hér á landi. Þar með yrði Ísland ekki jafn fýsilegt fyrir fyrirtæki til fjárfestinga og viðskipta. Niðurstaðan er sú að óbreytt stefna kunni að gagnast vel til skamms tíma en deila megi um hversu góð hún yrði til langframa. Komi til harðrar leiðréttingar á gengi krónunnar vegna sífellt erfiðari aðstæðna á alheimsmarkaði, þurfi íslenska ríkisstjórnin að standa straum af kostnaðinum við greiðslufall.

Síðasti og vænlegasti kosturinn, að mati skýrsluhöfunda, er að ganga í Evrópusambandið og myntbandalagið. Þeir telja helmingslíkur að þessi leið verði fyrir valinu. Þetta sé besti kosturinn þrátt fyrir langvarandi ágreining við ESB um fiskveiðikvóta. 

Áróðurinn fyrir því að Ísland gangi í ESB eykst stöðugt. Því er ekki að neita að sífellt yrðu færð sterkari og sterkari rök fyrir því að Íslands gangi í sambandið.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voru það ekki Þjóðverjar sjálfir sem áttu hugmyndina að EU eða ESB? Ég flúði til Svíþjóðar með alla fjölskylduna, átti þá bara 3 börn en núna 6 börn, 4 uppkominn, árið 1988. Að kaupa íbúð fyrir 2, 2 millj., búin að borga 2, 0 millj. og skuldaði 1.1 millj. eftir 10 ár bæði tvö í vinnu?? Ég held ég eigi alla þessa pappíra ennþá. Bankasagan, sagan endalausa myndi ekki vilja hæla sér neinstaðar af því þrælahaldi nútímans sem vextir setja menn í! Ég var í Svíþjóð þegar STÓRA SLYSIÐ varð! Svíar fóru í EU og voru sannarlega plataðir. Þúsundir fyrirtækja fóru beint á hausinn, og hagkerfi Svía, sem heldur betur sterkara en Íslendinga, eru enn að sleikja sárinn. Í dag myndi kosning um EU inngöngu ekki eiga nokkurn möguleika! Þeir sem lugu mest, voru þeir sem græddu mest á þessu. Carl Bild og company. Samt er ekkert verið að tala um að evruvæða Svíþjóð! Undanfarinn var ekki ósvipaður, geysileg velmegun, peningar flæddu út úr bönkunum þangað til Sænskir bankar skulduðu Eitt þúsund milljarða á þeim tíma, sem er heldur betur stærri upphæð í dag! SEK heldur sér og ekkert með það. - Sömu sögu segja hollenskir verkamenn. Allt þeirra sparifé logaði upp á augnabliki. - Aðgangsgjaldið pr, sænskan þegn er ekki í neinu hlutfalli við það sem þeir fá til baka! Það hefur aldrei verið eins mikið atvinnuleysi í Svíþjóð eins og eftir að þeir fóru í EU, þó þeir reyni að fela það með  gerviskólum, námskeiðahaldi á kostnað Ríkissins sem ekki leiðir til neins, allt til að fá atvinnuleysistölurnar niður. Mér finnst nú meigi senda stóra nótu til Seðlabankasjóra fyrir að hafa ekki meira eftirlit með þessu prívatbankakerfi og veðsetningar á fiski sem á að veiða eftir mörg ár! Það er engin glóra í þessu frekar en flugmönnum farþegaþotu sem sváfu 25 mílur of lengi! Bara tilviljun að bensínið var ekki búið!  Það er alla veganna stór rannsókn í gangi út af því máli. Það væri frekar að ráða einhvern erlendan óháðan aðila, sem færi með öll fjármál þjóðarinnar, sem ekki á vini og kunningja sem þetta sníst mest um. Ísland í EU yrði eins og hornsíli í hákarlatorfu svo ég kýs ekki EU. Þá væri betra að senda  Danska Ríkinu afsökunarbréf, henda íslenska fánanum og vera bara eins og Færeyingar og sleppa þjóðhátíðadeginum. Ég geri ráð fyrir að þessi grein sé úr einhverri þýskri grein eða úr þýsku blaði. Annars fjárhagslega séð, myndi ég heldur vilja búa í Þýskalandi t.d. Göttingen þar sem ég hef verið eitt sumar, en á Íslandi í dag. Ég er ekki neinn viðskiptafræðingur, en ég á persónulega ekki eftir nema 7 - 8 mánuði eftir ólifaða, fjárhagslega séð, með þá vexti sem ég borga í dag! EU er mesta tálsýn og glópagullæði sem til er. Nema allt sé með ráðum gert. Undarlegir hlutir hafa skeð eins og að lána til að drottna, og ef þannig sé málið, er það bara einum manni að kenna ef ég kann stjórnarskránna rétt, og lög um Seðlabanka Íslands. Lögbundnu eftirliti Seðlabanka um starfsemi banka á Íslandi, hefur EKKI verið fylgt. Peninga skandalar í EU eru um stærri tölur en við höfum upp á að bjóða. Er einhver búin að reikna hvað ársgjaldið væri fyrir Ísland á ári? Ábyggilega fyrir löngu síðan, en þó inngangan væri ókeypis, væri það ákveðin niðurlæging í mínum augum eftir allt sem ég sá og upplifði í Svíþjóð. Núna sitja þeir fastir. Því miður...

Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband