Áróður gegn Íbúðalánasjóði eykst

Áróður gegn Íbúðalánasjóði eykst.Vegna erfiðleika

 bankanna er það nú notað sem röksemd gegn  Íbúðalánasjóði,að ríkið eigi ekki að vera þátttakandi á íbúðalánamarkaði í starfi sem bankarnir gætu annast. Það er engu líkara en menn haldi,að það geti bjargað bönkunum,að þeir fái að okra a húsbyggjendum. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson,bætast í dag í hóp þeira sem  gera atugasemd við það að ríkið reki Íbúðalánasjóð.Athugasemd þeirra kemur fram í grein,sem þeir skrifa í Mbl. í dag.

Bankarnir eru búnir að  gera tilraun með lánveitingar til húsbyggjenda. Þeir geistust inn á þennan markað og buðu hagstæð lán,ætluðu að gera út af við Íbúðalánasjóð. En hagstæðu lánin stóðu ekki lengi. Eftir ákveðinn tíma hækkuðu þeir vexti lánanna mikið og fóru langt upp fyrir Íbúðalánasjóð. Í dag er starfsemi bankanna sáralítil á þessu sviði. Alveg er ljóst,að ef Íbúðalánasjóðs hefði ekki notið við  hefðu vextir bankanna til íbúðakaupa hækkað mikið meira.Það er því nauðsynlegt að halda Íbúðalánasjóði í óbreyttu formi,ef almenningur á að njóta hagstæðra vaxtakjara. Það er ekki nóg að hafa lága vexti á félagslegum lánum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband