Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Guðni á móti því að setja byggðakvóta á uppboð
Guðni Ágústsson,formaður Framsóknar,tók byggðakvótann upp á alþingi í dag. Ræddi hann m.a. hugmynd Ingibjargar Sólrúnar um að setja byggðakvótann á uppboðsmarkað og láta andvirðið ganga til sjávarbyggða úti á landi. Lagðist Guðni algerlega gegn þessari hugmynd og sagði að halda ætti byggðakvótanum í óbreyttri mynd en best væri þó að láta Byggðastofnun úthluta kvótanum.Í dag er það sjávarútvegsráðuneytið sem úthlutar.
Atli Gíslason VG lagðist einnig gegn hugmynd Ingibjargar Sólrúnar og sagði,að þessi leið mundi ekki fullnægja athugasemdum Mannréttindanefndar Sþ. við kvótakerfið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjum hefði hvort sem er dottið í hug að það kæmi á móts við mannréttindanefndina að slá af tvö eða þrjú sjáfarþorp eins og Ingibjörg vill.
Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 18:18
Sæll Björgvin
langaði að koma með leiðréttingu, varðandi færzlu sem ég gerði á sínum tíma varðandi sjávarútveginn. Á þeirri færzlu eru ekki leyfðar fleirrri athugasemdir svo ég set hana hérna inn. Þar kom fram hjá mér Nýfiskur í Sandgerði væri í eigu útlendinga, en hið rétta er að þeir eiga ekki nema 25% hinn hlutinn er í eigu íslendinga. Einhverjir gátu líka lesið það út að umrætt fyrirtæki flytti út óunninn fisk. Hefði mátt vera skýrar skrifað hjá mér, en þar átti ég við önnur byggðalög og fyrirtæki sem þá voru í umræðunni.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:37
það er lika svakalega vitlaust að setja kvótann á uppboð
Algjör vitleysa.
þá kaupa bara þeir sem hafa peninga og allt i sama farið
Árnni
Árni Björn (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:46
Sigurður Þórðarson; ert þú til í að skýra betur þessa fullyrðingu þína ?
Hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar eru alls ekki fjarri lagi, sveitastjórn Vesturbyggðar ályktaði á svipuðum nótum fyrir réttu ári síðan. Fyrir þá sem ekki þekkja til megið þið bloggarar vita að það er mikið braskað með byggðakvótann.
Hvers vegna ætti sveitastjórnin ekki að fá tekjurnar sem hægt er að ná við útleigu á byggðakvótanum ?
Guðmundur K (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.