Vistmenn á hjúkrunarheimilum haldi fjárræði

Sú ósvinna hefur tíðast um langt skeið,að þegar eldri borgarar fara á  hjúkrunarheimili eða dvalarheimili eru þeir sviptir fjárræði.Allur lífeyrir þeirra fra almannatryggingum er rifinn af þeim og síðan er þeim skammtaðir vasapeningar,sem eru skornir við nögl. Sennilega er þetta brot á stjórnarskránni. Þetta er gert á þeim forsendum að taka þurfi peninga til þess að kosta vist og kostnað á hjúkrunarheimilinu eða dvalarheimilinu. En á  hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar alla sína peninga í eigin hendur og síðan greiða þeir kostnaðinn af þeim peningum.Og þannig á þetta að sjálfsögðu að vera. Aðalfundur Félags eldri borgara í Rvk. samþykkti sl. laugardag,að framangreind breyting yrði gerð og eldri borgarar  héldu  fullu fjárræði  á stofnunum.

 

Björgvn Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Það eru sjálfsögð mannréttindi þessa fólks að halda sínu fjárræði.Vona ég að breyting verði á. Kveðja Erna.

Erna, 27.2.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband