Þriðjudagur, 11. mars 2008
Á bandarískur aðili að eiga hlut í Hitaveitu Suðurnesja
Ólafur Jóhann Ólafsson og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs eru nú að leggja lokahönd á kaup á 8,5% hlut í Geysi Green Energy eftir ríflega hálfs árs undirbúning.
Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green staðfesti við blaðið að viðskiptin væru í burðarliðnum en væru þó ekki frágengin að fullu. Þá kemur einnig fram að stjórnir Geysis Green og Enex hafi samþykkt að undirbúa sameiningu félaganna. Geysir Green á nú rúm 70% í Enex á móti Reykjavík Energy Invest.
Sennilega er orðið of seint að stöðva þessi viðskipti en með kaupum Goldman Sachs í New York á hlut í Geysir Green Energy eignast þessi bandaríski aðili hlut í Hitaveitu Suðurnesja,þar eð GGE á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Orkumálafrumvarp Össurar á m.a. að stöðva sölu á orkuauðlindum í eigu opinberra aðila til einkaaðil.Væntanlega verður unnt að stöðva þessi viðskipti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin
Nú er eg ekki alveg sammála þér en finnst þér að við eigum að setja upp takmarkanir fyrir eignarhaldi erlendra aðila í fyrirtækjarekstri á Íslandi? Sennilega stríðir það að nokkru gegn samningum okkar við EES. Á sínum tíma voru settar reglur um takmörkun útlendinga að fiskveiðum og fiskvinnslu. Hins vegar er EES samningurinn grundvallaður af frjálsu flæði fjármagns, vöru og vinnuafli, í samræmi við reglur EBE.
Á síðustu árum voru endurskoðuð lög um eignarréttindi erlendra ríkisborgara á fasteignum hér á landi en áður voru miklar hömlur á slíku. Ljóst er að tiltölulega auðvelt er að fara í kringum svona bönn og boð t.d. með leppum. Þá fær Íslendingur „lán“ erlendis til að kaupa hlutabréf eða hluti sem útlendingur ekki má kaupa. Ekkert er því til fyrirstöðu að það sem keypt er, sé sett að veði fyrir skuldinni. Með leynisamningum er ljóst að útlendi aðilinn er hinn raunverulega eigandinn.
Við búum í síbreytilegum heimi. Hvort sem okkur líkar betur eða ver, þá gengur það þannig til í heiminum að allar hömlur eru á undanhaldi, borgaraleg réttindi fara vaxandi.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2008 kl. 09:02
Bandaríkin eru ekki í EES. En í stórum dráttum er ég sammála því,að fjármagnshreyfingar og fjárfestingar milli Íslands og annarra landa séu frjálsar.Við höfum þó viljað hafa fulla stjórn á erlendum fjárfestingum í fiskveiðum okkar og orkufyrirtækjum.Við leyfum ekki erlendar fjárfestingar í fiskveiðum eða frumvinnslu fiskjar og við höfum einnig viljað halda útlendingum frá orkufyrirtækjunum.Nú liggur fyrir alþingi frv. um að bannað verði að selja einkaaðilum orkuauðlindir,sem væru í eigu opinberra aðila.Ég er sammmála þessu frv.Ég tel,að ekki eigi að láta einkaaðila eignast orkuauðlindir okkar og heldur ekki útlendinga.
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.