Miðvikudagur, 12. mars 2008
Mexico vill samvinnu við Ísland á sviði jarðhitaverkefna
Forseti Mexíkó, Felipe de Jesus Calderon, hefur mikinn áhuga á auknu samstarfi við Íslendinga. Þetta kom fram á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Mexíkó í gær. Fundurinn var liður í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans, Dorrit Mousaieff, til Mexíkó. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku.
Ólafur Ragnar sagði að fundur þeirra Calderons hafi bæði verið árangursríkur og afslappaður. Mexíkó hefur mikinn áhuga á samvinnuverkefnum við Ísland á ýmsum sviðum, sagði Ólafur Ragnar. Þar ber kannski hæst nýting jarðhitahlunninda hér í Mexíkó sem þeir hafa lítt nýtt fram að þessu.
Íslendingar geta að sjálfsögðu veitt Mexico tækniaðstoð á sviði jarðhita.En einnig mætti stofna til samstarfsverkefna á sviði sjávarútvegs.Möguleikar til samstarfs eru mjög miklar enda er Mexico mjög stórt land með mikla möguleika.
Björgvin Guðmundsson
Í
![]() |
Áhugi á samstarfi við Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.