Miðvikudagur, 12. mars 2008
Bygging álvers í Helguvík hefst i lok mánaðarins
Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs hafa boðað til aukafundar í dag til að ræða afstöðu bæjarstjórnanna til álits Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík. Báðir fundirnir hefjast kl. 17:30.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur sagt að ekkert sé því ti l fyrirstöðu að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna að nýju álveri síðar í þessum mánuði og hefja framkvæmdir formlega fyrir lok þessa mánaðar.
Hann segir að um sé að ræða 120-150 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga, en samþykkt umhverfismat byggist á 250 þúsund tonna álveri.
Allt bendir nú til þess að bygging álversins hefjist í lok mánaðarins. Framkvæmdaleyfi verður trúlega gefið út í dag. Ekki verður byrjað að framleiða ál fyrr en 2010. Forsætisráðherra hefur sagt,að gott sé fyrir íslenskt efnahagslíf að fá 1 nýtt alver. Honum virðist ætla að verða að ósk sinni.
Björgvin Guðmundsson
Aukafundir boðaðir síðdegis til að ræða álver í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.