Fimmtudagur, 13. mars 2008
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu án samþykkis alþingis?
Valgerður Sverrisdóttir gagnrýndi heilbrigðisráðherra harðlega á alþingi í dag fyrir að lauma í gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu án þess að leggja málið fyrir alþingi.Hún sagði,að ráðherrann væri að koma á einkavæðingu í miklum mæli í heilbrigðiskerfinu án þess að leita samþykkis alþingis.Mun Valgerður þar m.a. hafa átt við útboð ( útvistun) á öldrunarheild Landsspítalans,sem hefur verið á Landakoti. Heilbrigðisyfirvöld segja,að erfitt hafi verið að fá starfsfólk á Landakot og því hafi verið gripið til þess ráðs að bjóða reksturinn út.
Skrítið ef auðveldara er að fá starfsfólk á Landakot,ef reksturinn er í höndum einkaaðila. Það hlýtur þá að byggjast á því,að einkaðilarnir ætli að greiða starfsfólkinu hærra kaup og síðan verði notendur að greiða mismuninn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.