Föstudagur, 14. mars 2008
Skattamálin: Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér
Menn muna eftir mikilli deilu um skattamál milli Stefán Ólafssonar prófessors og Árna Mathiesen,fjármálaráðherra. Stefán Ólafssoin hélt því fram,að fyrri ríkisstjórn hefði hækkað skatta á lágtekjufólki en lækkað þá á hátekjufólki.Fjármálaráðherra kvað þetta alrangt og sagði að Stefán kynni ekki að reikna.Reynt var að kveða Stefán í kútinn af kerfinu. En nú er komin skýrsla um skattamál frá OECD sem, leiðir í ljós, að Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér: Fyrri ríkisstjórn hækkaði skattana á barnafólki og lágtekjufólki en lækkaði þá á hátekjufólki. Á sama tíma lækkaði hún skatta á fyrirtækjum.
Ég gagnrýndi það harðlega að fyrri ríkisstjórn skyldi láta það ganga fyrir að lækka skatta á fyrirtækjum, en vanrækja að hækka skattleysismörkin nægilega mikið. Núverandi ríkisstjórn heldur sömu stefnu. Hún lækkar skatta fyrirtækja meira og örar en skatta einstaklinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árni segir bara að OECD kunni ekki að reikna.
Sævar Einarsson, 14.3.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.