Hverju var lofað fyrir aldraða fyrir síðustu kosningar?

Fyrir síðustu alþingiskosningar lofaði Samfylkingin eftirfarandi,ef hún kæmist í stjórn:Að leiðretta lífeyri eldri borgara,þar eð hann  hefði ekki fylgt vísitölu,þannig að lífeyririnn hækkaði í sem svaraði neysluútgjöldum skv. könnun Hagstofu Íslands,í áföngum ( nú 226 þús. á mánuði fyrir einstakling án skatta). Að setja frítekjumark að fjárhæð 100 þús. á mánuði fyrir lífeyrissjóðstekjur og  atvinnutekjur að hækka  skattleysismörk í 150 þúsund á mánuði.Ekkert af þessu hefur verið framkvæmt.Engin hækkun hefur orðið á lífeyri frá TR,ekkert frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur en loforð um 100 þús kr. frítekjumark vegna atvinnutekna 1.júlí n.k. Skattleysismörk eiga að hækka um 5800 kr. á mánuði næsta ár ( eau 95 þús)Það eruöll ósköpin.

Krafan er: Hækkun á lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum strax ( ekki síðar)

100 þús. kr. frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna strax ( ekki síðar).

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði   fyrir kosningar,að atvinnutekjur 70 ára og eldri mundu ekki skerða atvinnutekjur. Það var framkvæmt. Þeir lofuðu einnig,að þeir,sem fengju ekkert úr lífeyrissjóði skyldu frá 25 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði.það hefur einnig verið ákveðið að framkvæma það. Kosningaloforð Sjálfstæðsfl. í þessum málaflokki eru framkvæmd strax en ekki  loforð eða stefnumál Samfylkingarinnar. Það gengur ekki.

Það er síðan önnur saga,að þessar 25 þús. kr. eru gagnslausar og aðeins til málamynda. Eftir skatta og skerðingar verða 8 þús. eftir af þessum 25 þús. kr. Það er lítill hópur,sem þær þessar 8 þús. kr. Aðrir lífeyrisþegar fá ekki neitt.

Það stendur í stjórnarsáttmálanum að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja og auka jöfnuð. Á grundvelli þessa  gat Samfylkingin strax eftir kosningar ( á sumarþingi)  krafist hækkunar á lífeyri aldraðra og  að sett yrði frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna. Það þurfti ekkert að bíða eftir því að Jóhanna fengi  þennan málaflokk til sín.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 16.3.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband