Landssamband eldri borgara í herferð um landið

Formaður og framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB)  eru nýkomnir úr fundarherferð um landið. Þar kynntu þeir baráttumál LEB og  sögðu að það væri stefna LEB að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum hækkaði í 226 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling.Einnig lögðu þeir áherslu á,að skerðing tryggingabóta vegna  lífeyrissjóðstekna yrði afnumin. Eldri borgarar eiga sparnað sinn,sem er   í lífeyrissjóðunum.Þegar hann er greiddur út  á það ekki að valda neinni skerðingu. Eldri  borgarar eiga að fá lífeyri frá almannatryggingum óskertan  enda þótt þeir fái útgreiddan sparnað sinn úr lífeyrissjóði.Skattur á greiðslur úr lífeyrissjóði á ekki að vera hærri en 10%.

LEB hefur pantað fund með forsætisráðherra til þess að ræða kjaramál aldraðra.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er ótrúleg þögnin sem ríkir hjá svokölluðum eldri borgurum um þessi óemdu loforð flokkana sem nú eru í stjórn. Það bólar ekki á neinu.

Takk Björgvin fyrir skrif þín um þessi mál.

ingibjartur G. Þórjónsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband