Sunnudagur, 16. mars 2008
Fangaflug um Ísland og Noreg
Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, sem er í staddur í Ósló, segir við fréttavef Aftenposten að hann muni beita sér fyrir rannsókn á ferðum flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um Solaflugvöll í Stavanger í Noregi.
Í morgun lenti flugvél af gerðinni Beechcraft 350C á Solaflugvelli. Vélin er skráð á fyrirtækið Aviation Specialities Inc. í Baltimore en það er eitt af leppfyrirtækjum CIA, að því er kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins frá árinu 2006. Talið er að vélar fyrirtækisins hafi verið notaðar til að flytja fanga, grunaða um hryðjuverkastarfsemi, í leynifangelsi á vegum CIA.
Aftenposten segir að ekki hafi verið hægt að fá upplýsingar um hvort fangar hafi verið um borð í vélinni þegar hún lenti í Stavanger. Flugvélin hélt áfram til Íslands og lenti á Keflavíkurflugvelli þar sem hún tók eldsneyti. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli sagði við mbl.is , að tollverðir hefði farið um borð í vélina og þar hefðu aðeins verið tveir flugmenn. Vélin hélt áfram til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna.
Mjög margar fangaflugvélar hafa lent hér á landi.Aldrei hefur verið viðurkennt,að um fangaflug hafi verið að ræða.Grunur leikur á því,að CIA hafi látið leppfyrirtæki flytja um Ísland og Noreg fanga,sem hafi verið pyntaðr i Austur-Evrópu og víðar. Pyntingar eru ólöglegar og því viðurkennir CIA ekkert í þesu efni.Ekki hefur verið tekið nægilega fast á þessum málum hér á landi. Fyrri ríkisstjórn lokaði augunum fyrir fangaflugi.
Björgvin Guðmundsson
Evrópuráðið rannsakar ferðir CIA-vélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.