Gengið hríðfellur-kauphækkunin tekin til baka

Gengi krónunnar hefur lækkað um 5,12% í viðskiptum á millibankamarkaði með gjaldeyri frá því opnað var fyrir viðskiptin klukkan 9 í morgun. Gengisvísitalan er nú 150,66 stig, samkvæmt vef Kaupþings. Gengi dals er nú skráð tæpar 74 krónur, evrunnar 116,8 krónur og punds rúmar 149 krónur.

Gengi krónunnar hefur nú lækkað um 20 % frá ámótum og  hún heldur áfram að lækka. Verkafólk er varla búið að fá nýsamþykkta kauphækkun í   launaumslög sín,þegar búið er að rífa hana af því  aftur.Allar innfluttar vörur eru

nú að hækka í verði,þar á meðal matvörur. Bensín stórhækkar,lánin vegna íbúðakaupa hækka og nú boða bændur hækkun á öllum búvörum vegna verðhækkunar á aðföngum.Það er þjarmað að almenningi dag frá degi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það verður að grípa inn í þetta ástand!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 10:48

2 identicon

Og.....almenningur segir ekki neitt!  Hvar eru mótmælin, kröfuspjölin......

Nei Íslendingar nota bara kortin meira og vinna meira.......

við látum allt yfir okkur ganga

velferðin skerðir hugsun um réttlæti og rökrétta hugsun því miður

er ekki kominn tími til að segja STOPPPPPP

kv. ókunnug

ókunnug (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

er þetta ekki vegna erlendra markaða? ...ef ekki , hvað er hægt að gera?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þetta er að hluta til vegna erlendra markaða en að verulegu leyti sök okkar sjálfra.Við erum með fljótandi gengi en slæma efnahagsstjórn. Viðskiptahallinn er mikill og ríkisútgjöld mjög mikil.Fræðilega séð gætum við breytt um stefnu í gengismálum,þ.e., tekið upp fastgengisstefnu svo  gengið  falli ekki stjórnlaust. Ef það verður ekki gert er það eina sem verkalýðsfélögin geta gert að knýja fram nýjar kjarabætur vegna gífulegra hækkana á verði innfluttra vara.Kjarabæyut nýgerðra kjarasamninga eru að brenna upp.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk Björgvin...við hvað heldur þú að verði miðað ef fast gengi verður ofan á? 150?

ég er að pæla í erlenda láninu mínu....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig gat krónan tekið svona fall?....mikið meira en aðrar hávaxtamynntir aðrar... og við Íslendingar með öll þessi verðmæti?........Er þetta verðmætaflutningur(frá þjóð til einkaaðila?) ?...engin spyr réttu spurninganna?...sem eru Hvernig erum Við stödd, sem Íslendingar (örfáar hræður)???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég vetli fyrir mér hvort ríkisstjórnin hafi lesið t.d þetta...

Svartur dagur krónunnar
Krónan hefur lækkað um fjórðung frá áramótum. Hennar svarti mánudagur var í morgun, þegar hún hrundi um 6%. Hún fellur meira að segja hraðar en dollar, sem á þó mjög bágt. Evran hækkar og hækkar aftur á móti, var á hádegi komin í 119 krónur. Krónan er úreltur gjaldmiðill, sem ræður ekki við íslenzkt efnahagslíf. Hún er þó enn til, því að ríkisstjórnin nennir ekki og þorir ekki að taka efnahags-ákvarðanir. Í nærri áratug hefur stefna stjórnvalda falizt í að sofa og reisa álver til að halda fullum dampi. Því mun kerfið fá timburmenn í hvert skipti sem lýkur vinnu við álver og orkuver.

jonas.is 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Áhættufælni fjárfesta færist í aukana og íslensku bankarnir reyni, skiljanlega, að halda sem fastast í sinn gjaldeyrisforða:...segir DO ...seðlabanlastjori...en ég er hætt að trúa því sem hann segir!

Húsmóðir í vesturbænum (einstæð með 1 barn og myntkörfulán) 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband