Kína kúgar Tíbet

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman hið fyrsta til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet, að því er segir í tilkynningu.

Áríðandi er,að sem flestar þjóðir fordæmi athæfi Kínverja í Tíbet.Kínverjar eru að reyna að uppræta Tíbeta sem þjóð. Þeir hafa flutt til Tíbet mikinn fjölda Kínverja.Þeir hafa beitt miklum yfirgangi gegn Tíbet og  miskunnarlaust kúgað þá. Alþjóðasamfélagið hefur lokað augunum fyrir þessu. Nú þegar 50 ár eru  liðin frá því að Kínverjar hernámu Tíbet og sviptu landsmenn sjálfstæði hafa orðið mikil mótmæli í landinu gegn Kínverjum.Það hefur komið til blóðugra átaka og hafa Kínverjar drepið allmarga Tíbeta.

Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka þetta mál fyrir og stuðla að því að  Tíbet fái sjálfstæði á ný.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Ég vil bara skjóta inn í þessa umræðu að Tíbetar óska ekki eftir sjálfstæði, sbr. það sem Dalai Lama sagði sjálfur á fréttamannafundi:

The Dalai Lama accused China of unleashing a "cultural genocide" in Tibet and demanded an international probe. But, he said, "We want genuine autonomy and not independence [from China]." 

Gott að hafa þetta í huga. 

Arnar Steinn , 17.3.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þessa þörfu ádrepu, Björgvin. Það er og tímanna tákn og gleðiefni, að Vinstri grænir ætla að beita sér í þessu máli. Kínverjar hafa ástundað þjóðernishreinsanir í Tíbet, sniðið austurhlutann frá, flutt inn milljónir Kínverja, eyðilagt ómetanleg verðmæti, svo að framferði talíbana í Adfganistan bliknar hjá því í samanburði, og það sem verst er: þrælkað gífurlegan fjölda fólks til bana í nauðungarvinnu í námum sínum, fyrir utan þá sem drepnir voru öðruvísi frá miðri 20. öld (sjá hér).

Mætum öll í mótmælaaðgerðir með Birgittu Jónsdóttur kl. 5 í dag!

PS. Þetta er rangt hjá þér, Arnar Steinn. Dalai Lama er maður friðarins og vill ekki átök, en það eru ótal Tíbetar sem vilja frelsi og sjálfstæði landsins, eins og þeir eiga fulla heimtingu á. Eða ætlar þú, Íslendingur, að synja þeim um stuðning við þann fæðingarrétt þeirra? Telur kannski, að þeir séu fullsælir að vera undir ríkisstjórn Kína?!

Jón Valur Jensson, 17.3.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skammarlegt var að sjá dr. Geir Sigurðsson tala um Tíbetmál í Kastljósinu, einkum í lokin, nú rétt fyrir kl. 8. – Fer nú að blogga um það!

Jón Valur Jensson, 17.3.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband