Mánudagur, 17. mars 2008
"Íslenska krónan einungis brúkleg í matador"
Peningamálastefna stjórnvalda hefur beðið afhroð og kjaraskerðing er orðin staðreynd hjá almenningi að mati framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Þá segir hann íslensku krónuna einungis brúklega í Matador.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gerir hræringar í efnahagslífinu að umtalsefni í pistil á heimasíðu sambandsins. Þar segir hann að það sé gömul saga og ný að beita gengisfellingum til að hirða aftur umsamdar kauphækkanir. Það kunni að vera meginástæða þess að stjórnvöld haldi í krónuna, að velta efnahagsvandanum yfir á launafólk með kjaraskerðingum í formi gengisfelling. Sú sé raunin nú því gengið sé látið falla.
Þetta eru þung orð hjá framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Hann telur,að nýsamþykkt kjarabót hverfi vegna kjaraskerðingar af völdum gengisfellingqar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.