Vextir Seðlabankans verða sennilega óbreyttir

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Útvarps, að miklir óvissutímar væru framundan og afar þýðingarmikið sé við þessar aðstæður að menn fari varlega. 

Seðlabankinn hafði spáð lækkandi gengi krónunnar á árinu, en þó mun minna og hægar en raunin hefur orðið. Davíð sagði ekki gott að segja fyrir um hvort gengið lækki enn meira.

Þá er talið líklegt, að gengisfallið nú hafi áhrif á næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans vegna þess að verðbólgumarkmið bankans er enn fjær en áður og verð innfluttra vara hækkar með lækkandi gengi krónunnar.  

Trúlegt er,að eitthvað af lækkun krónunnar gangi til baka en þó er það ekki víst.Sú gengislækkun sem orðið hefur er ekki meiri en spáð  hafði verið að yrði á  árinu en hún hefur gerst hraðar en búist var við.Nauðsynlegt er,að fólkl fari að taka tillit til breyttra aðstæðna en haldi ekki áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Miklir óvissutímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband