Miðvikudagur, 19. mars 2008
Ríkisstjórnin þarf að lækka tolla og flýta skattalækkun einstaklinga
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir forsendur kjarasamninga brostnar eftir gengisfall krónunnar og vill að ríkisstjórnin grípi strax til aðgerða sem verji þann ávinning launafólks sem samið var um. Þar á meðal að flýta hækkunum barnabóta og persónuafsláttar og auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð.
Að auki eigi ríkisstjórnin að gera ráðstafanir til þess að verð á matvælum lækki með því að afnema verndartolla. Ríkissjóður standi vel og hafi alla burði til að þessa.
Ávinningur sá sem launafólki var ætlaður í nýgerðum kjarasamningum er horfinn, segir Guðmundur og minnir á að samningarnir hafi verið miðaðir við að rétta hlut þeirra lægst launuðu.
Ríkisstjórnin á að bregðast við þessu, segir Guðmundur, enda hafi aðkoma ríkisvaldsins verið ein helsta forsenda þess, að samningar náðust.
Ennfremur ætti ríkisstjórnin að lækka skatta með því að flýta umsömdum hækkunum á persónuafslætti og láta hann koma til framkvæmda á þessu ári og því næsta. Þá vill Guðmundur að ríkisstjórnin leiðrétti vaxtabætur með því að hækka eignastuðla í 20 milljónir króna, í stað 11.
Mér virðast þessar tillögur Guðmudar skynsamar. Ef ríkisstjórnin lækkkar tolla á matvælum og flýtir skattalækkun gæti það komið almenningi til hjálpar nú þegar verðhækkanir dynja yfir. Skattur á bensíni þarf að lækka strax. Lækkun sú,er ríkisstjórnin boðaði á sköttum einstaklinga var allof lítil Hækka átti skattleysismörkin um 5800 kr. næsta ár. Það vigtar lítið.Best væri að láta hækkun skattleysismarkanna koma til framkvæmda alla í einu lagi á næsta ári,þ.e., 20 þúsund.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.