Hillary tekur forustuna

Hillary Clinton hefur nú tekið forystu á Obama í barátunni fyrir forkosningar demókrata um forsetaembættið, ef marka má skoðanakannanir. Staða þeirra í skoðanakönnunum hefur verið býsna jöfn allt frá því í febrúar, en Clinton sækir á, samkvæmt síðustu Gallup könnun.

Í þeirri könnun voru 1209 demokratar spurðir hvern þeir vildu sjá sem næsta forseta og 49% nefndu Clinton en 42% sögðust styðja Obama. Skekkjumörk eru þrjú prósent og því er talað um að Clinton hafi marktækt meira fylgi en Obama.

Hins vegar hefur Obama enn eitthvað fleiri kjörmenn svo enn er alveg óvíst hvor þeirra vinnur. Margir telja,að úrslit ráðist ekki fyrr en á þingi demokrata.Að mínu mati skiptir ekki mjög miklu hvor þeirra Hillary eða Obama verður tilefndur forsetaefni demokrata.Báðir frambjóðendur eru mjög frambærilegir,Hillary yrði fyrsta konan  en Obama yrði fyrsti þeldökki maðurinn til þess að hljóta útnefningu.Ekki er stór munur á stefnu þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband