Lánshæfismat Glitnis enduskoðað

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga. Lánshæfismat Glitnis er nú: langtímaskuldbindingar eru metnar A-, skammtímaskuldbindingar A-2. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem metinn er af S&P.

Í síðasta mánuði lækkaði matsfyrirtækið Moody's  lánshæfiseinkunn Glitnis sem og Kaupþings og Landsbankans.„Þessi afstaða S&P kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja á mörkuðum," segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

 

Erlend fjármálablöð og erlendar matsstofnanir horfa nú mjög til íslensku bankanna vegna gengishruns íslensku krónunnar og umræðna um verri horfu í efnahagsmálum. Íslensku bankarnir standa sterkir og lausafjárstaða þeirra er mjög góð.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Lánshæfismat Glitnis tekið til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband