Föstudagur, 21. mars 2008
Á Golgata
Við erum stödd i Jerusalem.Það er föstudagurinn langi. Það er mikill mannsöfnuður. Fólk er að búa sig undir að ganga upp á Golgata,þar sem Kristur var krossfestur. Ég slæst í hópinn. Sumir bera kross og fólk virðist vera af mörgum trúarbrögðum. Við göngum upp á Golgata,sömu leið og Kristur gekk þegar hann var krossfestur.Það grípur mann sterk tilfinning að horfa á allt þetta fólk ganga upp á Golgata og sérstk tilfinning að horfa á þá,sem bera kross eins og Kristur gerði.
Þetta var á fyrir 36 árum og það,sem sá þennan dag stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega páska!
Hugsaðu þér ef þú hefðir orðið vitni að hinni raunverulegu krossfestingu og síðan upprisu? Heldurðu ekki að það hefði gjörbreytt lífsstefnu þinni og lífsmáta? Það gerðist með alla þá sem greindu frá atburðunum. Meira að segja er sagt að hershöfðinginn- sem varð vitni að andláti Jesú frá Nasaret og sagði að sannarlega hafði þessi maður veið Guðssonur, - stofnað kristnu kirkjuna í Róm sem Páll postuli heimsótti og ritaði Rómverjabréfið til. Trúin á Jesú hefur alltaf umbylt lífi þeirra sem á hann trúa.
kær kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.