Efst á baugi

Árið 1960 fengu tveir ungir blaðamenn þá hugmynd að  hleypa af stokkunum fréttatengdum útvarpsþætti,sem þeir kölluðu "Efst á baugi". Þetta voru þeir Björgvin Guðmundsson,blaðamaður á Alþýðublaðinu og Tómas Karlsson,blaðamaður á Tímanum.Þeir lögðu hugmyndina fyrir  útvarpsráð og þar var hún samþykkt. Þátturinn var einu sinni í viku á besta hlustunartíma,strax eftir fréttir og þetta var áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Þátturinn varð strax mjög vinsæll og enn er ég að hitta fólk,sem hlustaði alltaf á þáttinn. Við vorum með þáttinn í 10 ár,alltaf einu sinni í viku. En þá hættum við með þáttinn.Var þetta þá sá þáttur útvarpsins,sem lengst hafði verið samfellt við líði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband