Er verið að níðast á neytendum?

Vöruverð hækkar umfram gengisþróun, samkvæmt upplýsingum sem borist hafa Neytendastofu. Lögfræðingur Neytendastofu segir lítið unnt að gera nema að höfða til eigenda verslana um að láta verðhækkanir ekki fara úr böndunum.

Landsmönnum hefur sumum hverjum svelgst hressilega á við verslunarleiðangra síðustu daga eftir sögulegt fall íslensku krónunnar. Vöruverð hefur í einhverjum tilvikum hækkað með ógnarhraða.

Þórunn Anna Árnadóttir, lögfræðingur Neytendastofu, segir ábendingar hafa borist frá svekktum viðskiptavinum verslana.

Lögfræðingur Neytendastofu kannast vart við hins vegar að fregnir berist af verðlækkunum þegar gengi krónunnar hafi styrkst.´

Þetta eru slæmar fréttir. Þær leiða í ljós,að verslanir eru að  hækka meira en gengisþróun gefur tilefni til. Verslanir  eru einnig að hækka verð á vörum,sem fluttar voru inn meðan krónan var hærra skráð en nú. Neytendastofa segir ekkert unnt að gera í þessu en það er ekki rétt. Ef verslanir eru uppvísar að því að misnota álagningarfrelsið þá er unnt að  svipta þær þessu frelsi  og setja ákveðna vöruflokka undir verðlagsákvæði,þ.e. ákveða hvað  álgning megi vera há. Samkeppniseftirlitið getur veitt verslunum viðvörun fyrst en óþolandi er að níðst sé á neytendum eins og nú er gert.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: proletariat

4x hærra vöru verð en í sumum löndum í kringum okkur.

Auðvitað er níðst á neytendum.  Mér finnst miklu betri spurning.

AF HVERJU LÁTA NEYTENDUR ÞETTA VIÐGANGAST?

proletariat, 21.3.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband