Losa þarf Tíbet undan oki Kína og veita því fullt sjálfstæði

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet og lýst yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að í yfirlýsingunni sé þess krafist að allir aðilar sýni stillingu. Kínversk stjórnvöld eru hvött til að beita ekki valdi gegn þeim aðilum sem taka þátt í mótmælunum og mótmælendur sömuleiðis beðnir um að beita ekki ofbeldi.

Lögð er áhersla á mikilvægi tjáningarfrelsis og á réttinn til friðsamlegra mótmælaaðgerða, og kínversk stjórnvöld beðin um að bregðast við mótmælunum í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar meginreglur lýðræðisins. Lýst er yfir eindregnum stuðningi við að friðsamlegar sættir náist milli kínverskra stjórnvalda og Dalai Lama og fulltrúa hans. Kína er einnig hvatt til að taka á mannréttindamálum í Tíbet.

Í lokin eru báðir aðilar hvattir til þess að efna til umræðna með það fyrir augum að ná fram langtímalausn, sem væri ásættanleg fyrir alla og myndi jafnframt virða tíbetska menningu og trúarbrögð.

Þetta er ágætt innlegg frá ESB og utanríkisráðuneytinu. En það vantar stuðning við að Tíbet fái sjálfstæði. Það þarf sem fyrst að losa Tíbet undan kúgun Kína. Kínverjar náðu völdum í Kína með vopnavaldi.Ekkert er ásættanlegt annað en að Tíbet losni undan  oki Kína og fái sjálfstæði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband