Kosningaloforðin hafa verið svikin

Það er alls óvíst,að núverandi ríkisstjórn sæti við völd,ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki fengið mikið af atkvæðum frá öldruðum og öryrkjum vegna   loforða flokkanna um   miklar kjarabætur þeim til handa í formi  hækkaðs lífeyris frá TR,ef þeir kæmust til valda.Samfylkingin lofaði að hækka í áföngum  lífeyri eldri borgara upp í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands og að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og atvinnutekna yrði 100 þúsund kr. á mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig miklum kjarabótum   fyrir aldraðra og öryrkja.Þessi kosningaloforð hafa verið svikin. Það er aðeins boðað að draga úr tekjutengingum sem aðeins kemur minnihluta eldri borgara til  góða en ekkert er minnst á hækkun lífeyris frá almannatryggingum.Loforðið um frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur hefur gleymst.Þetta verður ekki liðið. Stjórnarflokkarnir verða að standa við kosningaloforð sín  og það strax en ekki  síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband