Sunnudagur, 23. mars 2008
Breskt blað: Ísland hindrar hrun efnahagslífsins
Breskt blað segir í dag, að íslensk stjórnvöld berjist nú á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Segir blaðið, að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á lausafjárkreppunni og haft er eftir sérfræðingi að landið sé nú meðhöndlað eins og það sé eitraður vogunarsjóður.
Það er ekki sjaldgæft um þessar mundir,að erlend blöð skrifa á þennan hátt um Ísland., En hafa ber í huga,að þrátt fyrir allt er íslenskt efnahagslíf mj0g sterkt.Hagvöxtur hefur verið mikill þó gæðum lífsins hafi verið misskipt. Lífeyriissjóðirnir eru sterkir,bankarnir eru sterkir. Íslenska þjóðin mun vinna sig út úr þeim erfiðleikum ,sem nú steðja að.En ríkisstjórnin verður að gæta þess að gera nauðsynlegar hliðarráðsstafanir og standa við kosningaloforð sín við láglaunafólk og eldri borgara svo ekki verði uppreisn í landinu.
Björgvin Guðmundsson
Eitraður vogunarsjóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já já hér er allt í glymjandi stuði, þó að við séum skuldsettasta þjóðin innan OECD, og normið sé að velta hlutunum á undan sér með kreditkortum. Við erum og verðum alltaf lang flottust fram í rauðann dauðann, og dýrkum peninga og tilbiðjum auðmenn sem fara með öll völd á okkar fámennu gerspillingar eyju. Skítt með eitt og eitt gjaldþrot sem verða ófá á næstunni.
máni (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:05
Stuð, og kauptækifæri. Sammála Mána.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:46
Hafa ber í huga að flest dagblöð eru rekin sem fyrirtæki sem verða að skila hagnaði. Þessi grein er svokallað "yfirskrifta-vændi" (headline prostitution) af verstu skúffu, og mun sennilega seljast vel. Skaðafryggð selur yfirleitt vel.
Einmitt um þessar mundir er verið af grafa í hvernig stór hluti að amerísku pressunni er í vasanum á vogunarsjóðum sem leika sér að pressunni án þess að pressan sjálf viti af því. Þetta er einnig staðan í Bretlandi. Hér í Danmörlu er ástandið hinsvegar það að næstum öll pressan er clueless hvað varðar viðskipti og fjármál og vinnur mest sem ljósritunarvél. Þegar maður sér hreina lygi í blöðum, og snýr sér til viðkomandi greinarhöfunar, þá fær maður einungis þau svör að "við skrifum bara það sem hinir skrifa"
Einnig ber að gæta þess að um 90% af blaðamönnum á norðurlöndum eru frekar á móti kapítalisma en hlynntir honum. Þetta hefur verið rannsakað.
Ágætis grein um efnið er hægt að nálgast hér:
Why Do Intellectuals Oppose Capitalism?
http://www.cato.org/pubs/policy_report/cpr-20n1-1.html
Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.