Neytendasamtökin: Á að láta heimilunum blæða út?

„Mér líst mjög illa á ástandið. Gjaldþrot blasa við fjölda heimila og ríkisstjórnin, sem á að gæta hagsmuna almennings, verður að grípa inn í ef heimilin í landinu eiga ekki hreinlega að flosna upp.“

Með þessum orðum lýsir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, því hvernig boðaðar verðhækkanir á matvöru upp á allt að 20% blasa við honum.

Um stýrivaxtahækkun Seðlabankans, úr 13,75% í 15%, sem tilkynnt var í gær, segir Jóhannes: „Enn er höggvið í sama knérunn. Á að láta heimilunum í landinu blæða út? Þetta eru mjög neikvæðar fréttir fyrir neytendur, þannig að ekki skánar ástand heimilanna.“

Hann segir að á móti styrkingu á gengi krónunnar og lækkun verðbólgu, sem stefnt er að með stýrivaxtahækkuninni, vegi að nú muni heimilin þurfa að greiða enn hærri vexti fyrir lán sín. „Ég sé því ekki að þetta sé lausnarorðið.“

Jóhannes hefur talsvert til síns máls. Vextir voru áður alltof háir og nú verða þeir enn hærri,.þ.e. útlánsvextir bankanna. Bankarnir eru vanir að hækka sína útlánsvexti i kjölfar hækkunar stýrivaxta og reikna má með að ei ns verði það nú.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband