Erlend blöð jákvæðari í garð Íslands

Þrátt fyrir að líklegt sé að samdráttarskeið sé að hefjast á Íslandi þá þýðir það ekki endilega að fjármálakreppa þurfi að fylgja með, að því er segir í ritstjórnargrein á vef Financial Times.

Þar er fjallað um ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 1,25% í gær í 15% vegna mikillar verðbólgu sem nú sé á Íslandi. Fram kemur að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúmlega 4% síðastliðið ár og að verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem eru 2,5%. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hemja verðbólguna og að Ísland líði fyrir vangaveltur um stöðu íslensku bankanna. Hætta sé á að erlendir fjárfestar muni flýja af hólmi og íslenska krónan fari á hliðina og efnahagur landsins muni dragast umtalsvert saman.

Í leiðaranum er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi undanfarin ár, hve hraður vöxturinn hafi verið í íslensku fjármálalífi og hagvöxturinn aukist hratt. Þessu hafi fylgt hækkun á fasteignaverði í Reykjavík og að fjármálakerfið hafi fengið milljarða dala að láni erlendis frá og erlendir fjárfestar hafi keypt krónubréf.

 

En þrátt fyrri allt þá þýðir þetta ekki endilega að Ísland muni fara í gegnum fjármálakreppu. Því þrátt fyrir verðbólgu og mikinn halla á vöruskiptum þá sé staða ríkissjóðs góð. Skiljanlegt sé að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu mála í íslensku hagkerfi og stöðu íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir hafi hins vegar brugðist við með því að fjármagna sig frekar með auknum innlánum, fjármögnun þeirra nái nú lengra fram í tímann og stórlega hafi dregið úr líkum á að þeirra bíði sömu örlög og breska bankanum Northern Rock sem var þjóðnýttur fyrir skömmu.

Ummæli erlendra blaða um Ísland eru nú strax  jákvæðari en áður en undanfarnar vikur hafa erlend blöð verið mjög neikvæð í garð Íslands. Skrif erlendra blaða geta haft mikil  áhrif,jafnvel þó skrifin byggist á vanþekkingu og sleggjudómum. Blöðin geta flæmt erlenda fjárfesta frá landinu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fjármálakreppa ekki endilega fylgifiskur samdráttar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband