5 kr. hækkun á mjólk vegna þyngri greiðslubyrði bænda af lánum

 Bændur fá 14 krónum meira fyrir mjólkurlítrann frá mánaðamótum og því hækkar smásöluverðið. 5 krónur af hækkuninni eru vegna þyngri greiðslubyrði bænda af lánum. Fulltrúi ASÍ í verðlagsnefnd búvara sat hjá þegar verðhækkunin var samþykkt.

Hann segir neytendur einnig þurfa að greiða hærri vexti af lánum og því sé ekki rétt að bæta þessum lið inn í hækkunina.

Það er alveg forkastanlegt að hækka mjólkina vegna hækkunar vaxta og afborgana af lánum bænda.Allur almenningur stynur undan vaxtabyrðinni en ætla mætti,að einungis bændur þyrftu að bera aukinn kostnað vaxta og afborgana.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo að vextir eru hluti af rekstrarkostnaði hvort sem er hjá bændum eða öðrum fyrirtækjum.

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég er ekki alveg að ná þessu hjá þér, Björgvin. Það er vitað mál að aukin kostnaður við framleiðslu hvers konar fer alltaf út í verðlagið, þar með talinn vaxtakostnaður. Þetta á ekki eingöngu við um landbúnaðarvörur, langt í frá. - Allt þetta hefur líka áhrif á hina fáranlegu lánskjaravísitölu. - Að endingu er það alltaf almenningur sem borgar, hin vinnandi stétt og í þeim hópi eru meira að segja bændur líka. - Skil samt hvað þú átt við, en keðjuverkunin í þessu öllu er bara svona, því miður.

Haraldur Bjarnason, 27.3.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband