Hækkun til aldraðra skorin niður í 4%. Átti að vera 15%.

Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007.

Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn.

Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.

Verkafólk fékk samkvæmt kjarasamningum 15%  hækkun og auk þess margir rúm 5% að auki. Lágmarkshækkun var 15% og ég tel,að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka um það sama,þ.e. 15% að lágmarki. En  stjórnvöldum hefur tekist að skera hækkun aldraðra niður í 4%. Það er sama stefnan og  áður gagnvart eldri borgurum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Lífeyrir almannatrygginga hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Grunnlífeyririnn hækkar um 1800 kr/mán.

Og næsta hækkun á að koma um áramótin 2008-2009 en þá hækkar persónuafsláttur um 2000 kr/mán. og þá almennt á heildina.

Nú er ljóst að þessi þjóðfélagshópur sem lokið hefur starfssævinni og er með lægstar tekjur allra- þetta fólk verður núna að herða sultarólina  langt umfram alla aðra- núna þegar matvara hækkar um tugi prósenta en hún er stærsti útgjaldaliður þeirra lakast settu.

Þetta er sama stefnan og hjá fyrri ríkisstjórnum gagnvart eftirlaunafólkinu.

Sævar Helgason, 27.3.2008 kl. 20:17

2 identicon

Hækkar grunnlífeyririnn? Hann er nú 25.700kr á mán. Eg held ekki. Þannig að það er svolítil fölsun í þessari frétt hækkunin á ekki við alla flokka TR. Kv. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, hvað eru menn eiginlega að bedrífa í Samfylkingunni þessa dagana?

María Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband