Félags-og tryggingamálaráðherra flýtir vinnu fyrir eldri borgara

Félags-og tryggingamálaráðherra hefur  í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008..

Ég fagna þessari ákvorðun.Ég taldi það alltof langan frest að bíða til 1.nóv. Hins vegar þarf að gæta þess vel,að framfærslukostnaður sé rétt metinn og eðlilegt viðmið fundið. Eina viðmiðun Hagstofunnar í þessu efni er könnun hennar á neysluútgjöldum heimilanna í landinu. Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að neysluútgjöld einstaklinga séu til jafnaðar 226 þús. kr. á mánuði.Það er fyrir utan skatta og opinber gjöld.Neysluútgjöld eldri borgara eru eins. Þess vegna á lífeyrir að vera a.m.k. 226 þús á mánuði. Það á ekki að þrýsta lífeyrinum niður með því að finna einhverja lágmarksframfærslu.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn síðustu æviárin og þeir eiga það inni hjá samfélaginu..

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband