Mikil vonbrigði með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum aldraðra

Skömmu eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn:"  Treysti á, að Jóhanna leysi lifeyrismál aldraðra" . Ég hafði þá miklar væntingar til Jóhönnu   sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim væntingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. Þessir aðilar hafa brugðist. Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og ríkisstjórnin hafa ekki hækkað lífeyri eldri borgara neitt á þeim   10 mánuðum,sem þau hafa verið við völd.(A.m.k. ekki, þegar þessi grein er skrifuð.)  Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er að birta tilkynningu um, að það eigi að draga úr tekjutengingum 1.apríl n.k. og 1.júlí n.k. Hinn 1.apríl á að afnema skerðingu tryggingabóta  vegna tekna maka og hinn 1.júlí á að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna  67-70  ára, það er taka   á gildi frítekjumark að upphæð 100 þúsund á mánuði vegna atvinnutekna. En hvað með kosningaloforðið um að  leiðrétta  eigi lífeyri aldraðra vegna þess  að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum.Ekkert er minnst á það kosningaloforð. Heldur ríkisstjórnin, að eldri borgarar hafi gleymt því kosningaloforði. Nei,þeir hafa ekki gleymt því. Og það þýðir ekkert að hafa þann hátt  á , sem oft  hefur tíðkast, að bíða með efndir þar til rétt fyrir næstu kosningar. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér slíkar "trakteringar". Þeir vilja  efndir strax.Þeir vilja strax efndir á því kosningaloforði  að hækka lífeyri aldraðra  frá  almannatryggingum í  sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Þannig hljóðar upphaf greinar Björgvins Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag.Nú munu einhverjir spyrja: En er ekki verið að hækka lífeyri aldraðra í dag vegna nýgerðra kjarasamninga?Jú en Samfylkingin var ekki að lofa því að lífeyrir aldraðra héldi í við  kauphækkanir verkafólks. Hún var að lofa því að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna þess,að hann hafði ekki fengið eðlilegar vísitöluhækkanir allt frá árinu 1995 og Samfylkingin vildi að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður í áföngum upp í sem svarar neysluútgjöldum skv. könnun Hagstofu Íslands.En nú bregður svo við,að þegar gerðir eru nýir kjarasamningar og verkafólk fær 15-20% kauphækkun í byrjun þá skammtar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum 4% hækkun! Það á sem sagt að halda áfram á sömu braut og áður,halda uppteknum hætti og  níðast á öldruðum  og öryrkjum,láta þá dragast áfram aftur úr í launaþróuninni.Þessu hefur Landssamband eldri borgara mótmælt í dag og ég mótmæli einnig.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband