Föstudagur, 28. mars 2008
Gengi og hlutabréf á niðurleið
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,65% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10. Teymi hefur lækkað mest eða um 1,3%, Glitnir 1,13%, Landsbankinn 1% og SPRON 0,93%. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.
Gengi krónunnar hefur veikst um 2,35% og er gengisvísitalan 157 stig en var 153,40 við upphaf viðskipta klukkan 9 í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 77,45 krónur, evran er 122,35 krónur og pundið 154,65 krónur.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 1,3% og Helsinki 0,2%. Í Kaupmannahöfn hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,02% og Stokkhólmi 0,13%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,05%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,18%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 0,2% og í París nemur hækkun CAC 0,09%.
Svo virðist,sem áhrifa vaxtahækkunar Seðlabankans gæti ekki lengur. Menn töldu í fyrstu,að gengið og hlutabréfin hækkuðu vegna vaxtahækkunar Seðlabankans. en það reyndust skammvinn áhrif. Gengi krónunnar er byrjað að falla á ný og verðbólgutölur eru uggvænlegar.
Björgvin Guðmundsson
Hlutabréf og króna á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru áhrif stýrivaxta hætt að gæta. Hvernig er með þyngdarlögmálið er það líka hætt lol
Er bara spurning um framboð og eftirspurn kallinn.
Krónan var bara óeðlilega sterkt og engin kvartaði yfir því ekki einu sinni útflytjendur en núna verðum við að finna aðra atvinnuvegi en að flytja inn peninga og láta fólk hafa svo við getum flutt inn dót og látið fólkið hafa fyrir peningana.
Ég fíla krónuna í 150 GVT.
Johnny Bravo, 28.3.2008 kl. 10:55
Seðalabankinn er áhrifalaus um gengi krónunar, það eru spákaupmenn sem þar ráða ferðinni og aðgerðir Seðlabankans hafa ekkert að segja og eru bara til þess fallnar að auka birgðar heimila og atvinnulífs. Sjá nánar hér
G. Valdimar Valdemarsson, 28.3.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.