Bónus er með lægsta vöruverðið

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í flestum tilvikum var einungis 1 krónu verðmunur á verslun Bónuss og Krónunnar á þeim vörum sem fáanlegar voru í báðum verslunum. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun Nóatúns.

Af þeim 29 vörutegundum sem skoðaðar voru var Nóatún með hæsta verðið í 13 tilvikum en Hagkaup reyndist með hæsta verðið á 11 vörutegundum og Samkaup-Úrval á 10 vörum.

Hjá Bónus var verðið lægst á 26 vörum af þeim 29 sem skoðaðar voru. Á 13 af þeim 18 vörutegundum sem fáanlegar voru bæði í Krónunni og Bónus var einungis einnar krónu verðmunur milli verslananna. Sífellt erfiðara reynist að bera saman verð á vörum milli lágvöruverðsverslana þar sem mikið er um að pakkningstærðir á vörum séu ekki hinar sömu hjá verslunum.

Bónus hefur átt stærsta þáttinn í því að lækka vöruverð hér á landi . Verslunin heldur forustunni í því að tryggja lágt vöruverð.Ég versla oftast í Bónus en einstaka sinnum í Nóatúni,þar eð Bónus er ekki í mínu hverfi. Það er gífurlegur munur á vöruverði. Og  það sem hefur breyst gegnum árin er að Bonus hefur verið að taka til sölu fleiri og fleiri viðurkenndar gæðavörur og nú má fá nær allar merkjavörur,gæðavörur í Bónus eins og í Nóatúni en munurinn er sá,að verðið á þessum sömu vörum er mikið lægra í Bónus.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bónus með lægsta verð og Nóatún hæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ákaflega hlutlaus færsla hjá þér Björgvin.

Finnst þér ekkert undarlegt að það muni "ákúrat" einni krónu á öllum vörum hjá Bónus og Krónunni (þ.e.a.s. sem fást á báðum stöðum)? Hringir þetta ekki einhverjum viðvörunarbjöllum hjá þér Björgnin, vel menntuðum manni sem þér og ég tala nú ekki um þína víðförlu reynslu í stjórnmálum.

Halla Rut , 28.3.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Jú.Við skulum skoða þetta nánar.Mál þetta er reyndar í athugun hjá Samkeppniseftirliti  og væntanlega ætti að fara að  koma niðurstaða frá þeim.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 17:37

3 identicon

Ég vil byrja á því að taka því fram að ég er starfsmaður hjá bónus og er sæmilega ofarlega í fæðukeðjunni hjá því ágæta fyrirtæki og hef því til umráða upplýsingar sem hinn hefðbundi starfsmaður hefur ekki.

Það að það sé eitthvað samráð varðandi verð er algjörlega út í hött og sýnir aðeins fram á vanþekkingu þeirra sem halda slíku fram.

Málið er að það eru starfsmenn bæði hjá krónunni og bónus sem vinna alfarið við það að skoða verð samkeppnisaðalla og eru þessar verðathuganir gerðar að lámarki tvisvar á dag.

Fyrir ekki svo löngu kom upp verðstríð milli þessarra tveggja verslunarkeðja sem orsakaði það að þessar tvær keðjur fóru að borga með stórum hluta vöruvals síns og eins og hver heilvita maður veit er ekki hægt að reka verslun með tapi til lengri tíma (og ég er nokkuð viss um að það yrði hinum hefðbunda neitinda ekki til happs að missa þessa tvær verslunarkeðjur út af markaðnum þar sem þær eru í fararbroddi fyrir lágu matvælaverði á íslandi).

Ástæðan fyri krónu mismun á mörgum vöruliðum er einna helst sú að bónus hefur haft það að markmiði að vera lægstir á matvælamarkaðunum og eru tilbúnir til að gera sem þeir geta til að halda þeim markmiðum uppi.

Krónan heldur uppi þeim formerkjum að þeir séu fyrst og fremst í samkeppni (sem að sjálfsögðu er neitendum til góða), og þar sem bónus ætlar sér að vera enn lægstir í matvöruverði munu þeir gera eins og þeir geta að vera lægri en samkeppnisaðilarnir, og ef t.d krónan lækkar verð á einhverri vörutegund mun bónus lækka krónu undir það verð (en í mörgum tilfellum þíðir það að verslanirnar ekki einungis missa allan gróða af vörunni, heldur byrja að borga með þeirri tilteknu vöru), og til að forðast annað verðstríð (sem í fyrstu lítur vel út fyrir neitandan en til seinna tíma litið hagnast þeim ekki, þar sem hækkandi verð er óumflýanlegt til að geta haldið velli,) þá lækkar krónan ekki undir það verð sem bónus setur upp (hér tala ég samt bara sem starfsmaður bónus og get ekki staðhæft neitt sem varðar samkeppnisaðilana).

Ég býst ekki við því að allir taki mark á því sem ég hef ritað en ég vona að þetta nái að útskýra að einhverju leyti fyrir þeim sem ekki eru tengdir þessum tveimur keðjum hvers vegna svona lítill munur er á matvöruverði, en hinsvegar má ég til að benda á verðmun annarra verslunarkeðja við þessar tvær.

Matthías (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það skildi þó ekki vera skortur á samkeppni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.3.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Halla Rut

Lítið gagn í því að gera eitthvað núna. Skaðinn er gerður, búið að selja Krónuna og Bónus ráða hvað vörurnar kosta hjá samkeppnisaðilum svo veriðið haldist uppi.

Þeir létu Krónuna gefast upp og ráða yfir þeim núna. 

Halla Rut , 28.3.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Landfari

Sælir eru einfaldir.

Þetta er nú álíka vittlaust eins og þegar Orkan eða ÓB bnsín sega að þeir hafi verið leiðandi í lækkuðu bensínverði hér. Málið er að ÓB og / eða Orkan sköpuðu enga verðsamkeppni hérna á markaðnum. Ef Esso hækkað hækkuðu þeir líka, pössuðu sig bara að vera 10 aurum ódýrari.

Þega Atlantsolía kom á markað breyttist þetta. Þegar Esso hækkað hækkuðu þeir ekki og eftir einn til tvo daga lækkað Esso aftur.

Það er efiðara og flóknar að fylgjast með með matvöruverðinu hjá hinum en í bensínbransanum. Því er Bónus með að ég held tvo "verðkönnunarbíla" sem þeir gera út alla daga til að athuga verð annars staðar. Þetta kostar þá tugi milljóna á ári en marg borgar sig. Í staðin fyrir að gera góð innkaup og leggja lítið á eins og þeir gerðu í byrjun fara þeir og skanna markaðinn og leggja svo eins mikið á og þeir geta án þess að fara yfir og þess vegna eru þeir alltaf ódýrastir.

Ef ég væri kaupmaður og gerð góð innkaup í jarðaberjasultu og gæti boðið hana á 50 kall. ég veit að bónus myndi þá bjóða hana á 49 og ég yrði ekki ódýrastur í sultunni. Þess vegan sel ég hana bara á 100 kall og ég veit að bónus býður þá sína á 99 kr. og ég verð samt í öðru sæti í verðkönnunni en hef samt talsvert meira út úr vörunni.

Snilldin í þessu hjá Bónuköllunum er samt að þeir gera þetta fyrir opnum tjöldum og hafa komið þeirri skoðun inn hjá almenningi að þessar verðkannanir þeirra séu í þágu okkar neytenda. Það verður ekki af þeim feðgum skafið að þeir eru snillingar í viðskiptum enda hafa þeir náð einstökum árangri.

Ég kalla þetta ólöglegt einhliða verðsamráð en það er nú bara mín skoðun. Reyndin er sú að þetta er löglegt en siðlaust svo notaður sé frægur frasi.

Landfari, 28.3.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Virk samkeppni.... upp á krónu!

Ævar Rafn Kjartansson, 29.3.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband