Laugardagur, 29. mars 2008
Sagan af 5 milljörðunum
5.desember sl.,þegar ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu um,að hún ætlaði á yfirstandandi ári að draga úr tekjutengingum tryggingabóta kom Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra í kastljós sjónvarpsins til þess að útskýra þessar ráðstafanir.Fréttakonan horfði þá á Jóhönnu með undrunarsvip og sagði: Og getur ríkisstjórnin bara tekið 5 milljarða út úr loftinu sí sona fyrir eldri borgara og öryrkja.Það kom ekki fram í þeim þætti,að skatttekjur ríkisins mundu aukast um 4 milljarða á ári,ef 30% eldri borgara færu út á vinnumarkaðinn En mér kom þetta viðtal við Jóhönnu í hug,þegar ég sá Morgunblaðið í morgun,mikið viðtal við Jóhönnu,þar sem hún segir: 9 millarðar til eldri borgara.Ég tel álíka mikið að marka þessa tölu eins og töluna 5 milljarðar. I fyrsta lagi má byrja á því að draga 4 milljarðana frá,auknar skatttekjur ríkisins. Í öðru lagi er rétt að hafa í huga,að það,sem ríkið ætlar að gera fyrir aldraða og öryrkja kemur til framkvæmda misjafnlega fljótt á þessu ári,sumt ekki fyrr en 1.júlí og annað um næstu áramót.Í þriðja lagi er rétt að halda því til haga,að ríkið hefur haft marga tugi milljarða af öldruðum frá 1995 með því að skerða alltaf lífeyri aldraðra í hver skipti ,sem laun hækkuðu.Núverandi ríkisstjórn ætlar að halda áfram á þeirri braut og lætur aldraða nú fá 4-5000 kr. hækkun,þegar verkafólk fær 18000 kr. En það var búið að lofa því að aldraðir fengju það sama og verkafólk.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.