Matvæli hækka um 20-30%

Matarverð hækkar um 20-30% á næstu vikum, að mati Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. Þetta sé vegna hækkana á erlendum mörkuðum, gengislækkunar og launahækkana í nýgerðum kjarasamningum.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að seljendur vöru og þjónustu hækki margir hverjir verð langt umfram tilefni. Ekki sé hægt að réttlæta það með mikilli gengislækkun krónunnar að undanförnu - því hún eigi ekki að vera komin fram í verðlagi.

Þetta eru miklar hækkanir,sem munu koma illa við heimilin í landinu.Þær geta   hæglega orðið meiri ef krónan heldur áfram að lækka.Allir aðilar þurfa að taka höndum saman um að spyna gegn hækkunum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband