Er uppsveiflunni lokið?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ítrekaði í ræðu á ársfundi Seðlabankans í dag, að íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standi traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Hins vegar bendi allt til þess, að lokið sé að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.

„Gangi spár eftir mun því augljóslega slá verulega á þenslu í efnahagslífinu og hagkerfið leita jafnvægis á ný eftir ár mikillar uppbyggingar... Hins vegar gerir það stöðuna flóknari að nú fara saman þær fyrirséðu innlendu aðstæður, sem ég hef lýst, og þær óvæntu breytingar á erlendum fjármálamörkuðum, sem enginn gat séð fyrir og við höfum ekki á okkar valdi,“ sagði Geir.

Hann sagði, að þegar horft væri á staðreyndir í efnahagslífini komi í ljós að öllum hagtölum og hagspám beri í meginatriðum saman um að horfurnar séu góðar, staða efnahagsmála sé í meginatriðum sterk og staða bankanna traust. Þetta hafi verið rækilega staðfest af þekktum erlendum fræðimönnum.

Vonandi hefur Geir rett fyrir sér,að staðan sé sterk þrátt fyrir allt. En miklar skuldir þjóðarbúsins erlendis eru uggvænlegar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband