The Times: Íslensku bankarnir græddu 155 milljarða á gengishruninu!

Áætlað er að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum, eftir því sem fullyrt er á vefútgáfu breska blaðinu The Times.

Blaðið segir að verðgildi íslensku krónunnar hafi fallið um 30% frá því um áramótin og að menn óttist efnahagsástandið hér á landi og framtíð íslensks fjármálalífs. Hins vegar hafi stóru íslensku bankarnir gert ráð fyrir því í tvö ár að gengi krónunnar myndi lækka og því hafi þeir tekið stöðu gegn krónunni.

Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska fjárfesta, sem hafi keypt íslenskar krónur til að hagnast á háum vöxtum á Íslandi. Þetta hafi skilað bönkunum 155 milljarða króna tekjum frá ársbyrjun.

Ef þetta er rétt,sem The Times segir,þá hafa bankarnir haft mikinn haf af gengislækkun krónunnar.

Reyndu bankarnir  að hafa áhrif   á gengið?

Björgvin Guðmundsson

a   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

það held ég alveg pottþétt að þeir hafi átt stórann þátt í því hvernig krónan hagar sér og eru ekkert að fara að hætta því

Davíð Þorvaldur Magnússon, 29.3.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband