Sunnudagur, 30. mars 2008
Umboðsmaður alþingis nýtur trausts
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis. Segir hann aðalatriðið í því máli, sem nú er til umræðu vegna skipunar dómara, að umboðsmaður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segi til um.
Þessi stuðningsyfirlýsing forseta alþingis við umboðsmann alþingis er mjög mikilvæg.Eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann hefði mátt ætla,að umboðsmaður alþingis nyti ekki trausts.Málsmetandi þingmenn hafa einnig gefið svipaðar yfirlýsingar og Sturla. Ljóst er því að umboðsmaður alþingis nýtur fulls trausts.
Björgvin Guðmundsson
Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.