Eru verslanir að misnota verslunarfrelsið?

Verðhækkanir undanfarna daga er ekki hægt að rökstyðja með gengislækkun krónunnar, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Hann segir hroll setja að sér við að sjá verðhækkanir sumra birgja. Forsendunefnd kemur saman eftir helgi til að reyna að sporna gegn því að forsendur kjarasamninga bresti.

Verðbólgan mælist nú 8,7% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. Ólafur Darri segir þetta mun meiri verðbólgu en hann hafi átt von á. Alþýðusambandið hefur varað verslunareigendur við því að hækka vöruverð. Heyrst hafi af verðhækkunum á olíu og mat.

Ólafur segir alla tapa á þessu og því sé mikilvægt að rjúfa vítahring verðbólguvæntinga. Þeir sem ákveði verð ættu að staldra við og ekki að velta allri ábyrgð yfir á neytendur.

Við gerð kjarasamninga var skipuð nefnd sem átti að fylgjast með því hvort verðbólguforsendur héldust. Nefndin kemur saman fljótlega eftir helgi til að leita leiða til að koma í veg fyrir að forsendur bresti. Ólafur Darri segir mikilvægt að efla traust á krónuna. Þá verði eftir atvikum óskað eftir samstarfi við ríkisvaldið.

Ég beini því til Samkeppniseftirlits,að það kanni hvort hækkanir verslana og birgja eru óeðlilegar miðað við gengislækkun krónunnar. Ef svo er getur Samkeppniseftirlitið kannað hvort setja þarf einhverjar vörur undir verðlagsákvæði. M.ö.o: Ef verslanir misnota frelsið á að svipta þær frelsinu til álagningar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband