Financial Times segir íslenskt hagkerfi traust

Dálkahöfundur í Financial Times, Wolfgang Munchau, ritar í grein í gær að illkvittinn orðrómur um íslenskt efnahagslíf sé ekki réttlætanlegur. Í greininni kveður við öllu jákvæðari tón en sést hefur í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland að undanförnu. Telur Munchau meiri ástæðu fyrir alþjóðlega fjárfesta til að hafa áhyggjur af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum eða samdrætti í Bretlandi heldur en Íslandi.

Munchau telur ýmsa hagvísa sýna að íslenskt hagkerfi sé traust, m.a. vel menntað og sveigjanlegt vinnuafl, lítið atvinnuleysi og traustir lífeyrissjóðir. Vandi hagkerfisins sé ekki fjármálageirinn, heldur miklu frekar innra ójafnvægi í efnahagslífinu, sem komi í veg fyrir að peningamálastefnan virki. Er verðtryggingin þar nefnd til sögunnar og hvernig ríkisrekinn íbúðalánasjóður heldur einkareknum bönkum frá þeim markaði.

Þessi skrif FT eru mun jákvæðari en  skrif margra annarra breskra blaða að undanförnu. Geir Haarde forstætisráðherra lét ummæli falla á ársfundi Seðlabankans sem túlkuð   eru þannig,að íslenska ríkið muni verða bönkunum sá bakhjarl hér sem dugi.

 

 Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is FT segir íslenskt hagkerfi traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband