Mánudagur, 31. mars 2008
Jón Baldvin vill reka Davíð
Jón Baldvin Hannibalsson,fyrrverandi utanríkisráðherra,var í Mannamáli í gær í viðtali við Sigmund Erni. Þar sagði hann,að skipta þyrfti um áhöfn Seðlabankans. Seðlabankinn hefði haft 7 ár til þess að gera tilraun með íslensku krónuna sem sjálfstæða mynt,flotkrónu en sú tilraun hefði algerlega mistekist. Þess vegna ætti að skipta um áhöfn. Sigmundur Ernir spurði þá hvort skipta ætti alveg um áhöfn í Seðlabankanum og láta Davíð fara. Jón Baldvin játaði því.
Jón Baldvin talaði jákvætt uim Geir Haarde, sagði,að hann væri vel menntaður hagfræðingur erlendis og kvaðst hafa trú á að hann mundi fljótlega ná áttum í Evrópumálum,þ.e, varðandi afstöðu til ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.