Hvað er að Íslendingum?

Allt frá því sl. haust hefur verið mikil umræða hér á landi um samdrátt og yfirvofandi lækkun á gengi krónunna,sem mundi hækka verð allra innfluttra vara.Það væri byrjuð niðursveifla. Frá nóv. sl. hefur krónan lækkað um 30%. En  í þessu árferðu eyða Íslendingar sem aldrei fyrr.Eyðslan stórjókst á fyrstu 2 mánuðum ársins.

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 19,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 32 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,5 milljarða króna. Í febrúar 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 5,5 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu tvo mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna en inn fyrir 65,6 milljarða króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 22 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 8,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 13,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma árið áður. 
Fyrstu tvo mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 8,9 milljörðum eða 17% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 45% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,6% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,3% meira en árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla en einnig dróst útflutningur á áli saman.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 4,7 milljörðum eða 7,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á fólksbílum og eldsneyti og smurolíu en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 

 


mbl.is Áfram mikill halli á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum og eyrum þegar ég heyrði þessa frétt, fólk ætti aðeins að hugsa um að spara sjálft áður en það skellir skuldinni á aðra um hvernig ástatt hjá þeim er í fjármálum.

þorsteinn ás. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband