Geir: Botninum náð

Myndarleg styrking krónunnar í dag og hækkun hlutabréfa benda til þess að botninum sé náð, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi.

Formaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna, bauð þjóðarsátt og þjóðstjórn til að forða þjóðarvoða. Guðni Ágústsson sagði að það mikilvægasta við þessara aðstæður væri að auka útflutningstekjur og gagnrýndi Samfylkinguna fyrir að vilja rústa íslenskan matvælamarkað með tollalækkunum og að leggjast gegn nýjum álverum í Helguvík og við Húsavík.

Gengishækkun krónunnar í dag um tæp þrjú prósent og verðhækkun hlutabréfa um tvö og hálft kættu forsætisráðherra, sem sagði þetta benda til þess að botninum væri náð.

Formaður Vinstri grænna sagði að ríkisstjórnin hefði þurftu að grípa til aðgerða fyrir löngu.

Nú er eftir að sjá hvort Geir hefur á réttu að standa,að botninum sé náð.Vonandi er það rétt,þar eð verðhkkair verða nægar samt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband