Mánudagur, 31. mars 2008
Allar bjargir bannaðar í rafmagnsleysinu
Rafmagn er komið á að nýju í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, Grafarholti og hluta Grafarvogs en rafmagnslaust varð um hádegisbil í dag vegna bilunar í háspennustreng frá Korpu að aðveitustöð í Borgartúni. Ekki er enn vitað hvers kyns bilun er á ferðinni, en strengurinn er að hluta sæstrengur þar sem hann liggur yfir Elliðaárvoginn.´
Ég bý í Grafarholti og fann tilfinnanlega fyrir rafmagnsleysinu í dag.Það var ekki unnt að komast á internetið,ekki unnt að hita kaffi,ekki að setja uppþvottavél í gang,að ég nú ekki tali um að kveikja á ljósum. Og til þess að kóróna allt kom ég ekki bilnum út úr bílskýlinu,þar eð opna þurfti bílskúrshurðina með ragmani.Maður er vissulega mjög háður rafmagninu. Þetta er eitthvað lengsta rafmagnsleysi,sem ég man eftir.
Björgvin Guðmundsson
Rafmagn komið á að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í gær þurfti Mosi að leita til heilbrigðisþjónustunnar í Mosfellsbæ. Þar var ekki unnt að skrá nein viðtöl né skoða og skrá sjúkrasögu. Ekki var unnt að greiða með korti og ekki var unnt að taka út peninga hvorki úr bönkum né hraðbönkum. Allt lokað!
Nú er lag á Læk þegar rafmagnsleysi er annars vegar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.4.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.