Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Aldraðir og öryrkjar: Góður áfangi 1.apríl
Í gær tóku gildi ný lög um afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka aldraðra og öryrkja.Þetta er mikilvægur áfangi í réttindabaráttu aldraðra og öryrkja. Það er athyglisvert,að það munu ein 5 ár síðan hæstiréttur dæmdi,að óheimilt væri að skerða tryggingabætur öryrkja vegna tekna maka.Það sama gildir að sjalfsögðu fyrir aldraða.Það væri brot a stjórnarskránni En samt þverskölluðust stjórnvöld við að leiðrétta þetta misrétti. í staðinn fyrir að afnema skerðinguna með öllu gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og afnámu hana aðeins að hluta til en héldu skerðingu að verulegu leyti. Þau gáfu sem sagt hæstarétti langt nef. LEB segir,að fyrri ríkisstjórn hafi lofað að afnema skerðingu vegna tekna maka um síðustu áramót.Það fyrirheit var ekki efnt.Það þurfti aðild Samfylkingar að ríkisstjórninni til þess að framfylgja dómi hæstaréttar um afnám skerðingar vegna tekna maka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.