Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Útgjöld til heilbrigðismála 9,2% af landsframleiðslu
Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,4% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í um 9,2% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 117,3 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Eftir þessum mælikvarða reyndust útgjöldin hæst árið 2003 eða 10,4% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands.
Af heildarútgjöldum til heilbrigðismála greiðir hið opinbera 96,8 milljarða króna og einkaaðilar 20,5 milljarða. Á rúmlega aldarfjórðungi hafa útgjöld hins opinbera til þessa málaflokks aukist úr 5,5% af landsframleiðslu í 7,6%. Á sama tíma hafa útgjöld heimilanna tvöfaldast, úr 0,8% af landsframleiðslu í 1,6%. Hlutur heimilanna hefur aukist verulega frá 1980 eða úr 12,8% af heildarútgjöldum í 17,5% árið 2007. Hámarki náði hlutur þeirra árið 1998 er hann nam 19,6% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála.
Athyglisvert er að hlutur heimilanna í útgjöldum til heilbrigðismála er alltaf að aukast.Hann eykst úr 12,8% 1980 í 17,5% 2007.Ástæðan er að stjórnvöld eru alltaf að láta almenning greiða meiri og meiri notendagjöld.Það verður að spyrna við fótum í því efni.Fráfarandi forstjóri Landsspítalans,Magnús Pétursson, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að heilbrigðisráðherra sé stefnulaus í málefnum spítalans.
Björgvin Guðmundsson
Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það finna flestir fyrir þessu. allavega þeir sem síst mega við því.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.