Föstudagur, 4. apríl 2008
Eldri borgarar: Margir fengu góðan glaðning 1.apríl
Það glaðnaði yfir mörgum eldri borgurum 1apríl þegar þeir fengu tilkynningu frá Tryggingastofnun um að lífeyrir þeirra hefði hækkað vegna afnáms skerðingar af völdum tekna maka.Þetta var góður glaðningur hjá mörgum,sem eiga maka,sem fá t.d. lífeyrissjóðstekjur eða atvinnutekjur.
Það eru ein 5 ár síðan hæstiréttur úrskurðaði,að óheimilt væri að skerða tekjur lífeyrisþega vegna tekna maka.En það var ekki fyrr en Jóhanna Sigurðarsdóttir kom í ríkisstjórn á ný,að unnt var að koma þessui máli í framkvæmd. Þetta var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samt velta skammir upp úr Vg þessa dagana.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:34
Sæll Björgvin, er hægt að sækja þessi síðustu fimm ár ?
Snorri Gestsson, 4.4.2008 kl. 15:02
Þetta er góð hugmynd. Ég skal tala við Landssamband eldri borgara um hana.
Kveðja
BG
Björgvin Guðmundsson, 4.4.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.