Ríðum við of hratt?

Ég fór eitt sinn fyrir mörgum áratugum til bankastjóra og bað um víxil vegna húsbyggingar. Hann sagði: Þú ríður of hratt. Hann meinti,að ég eyddi of miklu og framkvæmdi of  mikið.Mér komu þessi orð í hug þegar gengi krónunnar féll og  mikil umræða hófst um efnhagsóáran.

Spurningin er þessi: Höfum við riðið of hratt,einstaklingar og þjóðin. Hefur almenningur og þjóðin eytt of miklu. Svarið er Já. Framkvæmdir þjóðarinnar hafa verið of miklar á skömmum tíma.Kárahnjúkavirkjun og bygging álverksmiðjunnar var alltof stór biti fyrir okkar litla hagkerfi á stuttum tima. Allur almenningur hefur eytt alltof miklu. Það hefur verið eyðsluæði. Öll bilakaupin,allir jepparnir,þetta hefur verið langt úr hófi fram.  Við höfum ekkert  að gera við alla þessa jeppa. Margir þeirra eru  keyptir á erlendum lánum og nú hafa þau stórhækkað vegna gengishruns krónunnar. Margir einstaklingar eiga nú í vandræðum með  afborganir af húsnæðislánum vegna  hækkunar  af völdum verðtryggingar eða erlendra lána.Margir hafa verið of fljótir á sér i fjárfestingum og eyðslu.

Viðskiptahallinn er gífurlegur. Það bendir til þess að eyðslan hafi að verulegu leyti verið fjármögnuð með  lánum.Viðskiptahallinn er ein ástæða gengishrunsins. Við getum ekki reiknað með því að gengið hækki á ný. Lífskjörin munu því versna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband