Hvers vegna er utanríkisþjónustan óvinsæl?

Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra ,var í þætti Hjálmars Sveinssonar, Krossgötum, á RUV í dag.Var komið víða við: Rætt um Nato fundinn í Búkarest, hernaðaraðgerðir og friðargæslu í Afganistan,framboð Íslands til Öryggisráðsins og utanríkisþjónustuna yfirleitt.Ingibjörg Sólrún varpaði góðu ljósi á þessi mál öll. Hjálmar Sveinsson sagði,að svo virtist sem utanríkisþjónustan væri óvinsæl hjá almenningi. Algengt væri að heyra hjá sumum  að réttast væri að leggja utanríkisjónustuna niður. Hún væri óþörf með öllu.Síðan spurði Hjálmar: Hvers vegna heldurðu,að utanríkisþjónustan sé svona óvinsæl:Ingibjörg sagði,að það  væri sjálfsagt vegna þess að utanríkisþjónustan hefði lokað sig nokkuð af og ekki hefði verið haldið uppi nægilegri kynningu á þjónustunni.Þetta stæði nú til bóta. Meiningin væri að kynna utanríkisþjónustuna og hefðu háskólarnir verið fengnir til liðs við ráðuneytið í því skyni. Utanríkisþjónustan hefði mjög mikilvægu hlutverki að gegn og m.a. gætti hún hagsmuna íslenskra ríkisborgara hvar sem væri í heiminum.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Ingibjörg Sólrún hefur valdið mér miklum vonbrigðum í stöðu utaríkisráðherra, og sem flokkleiðtogi í flokki sem hefur jafnrétti og bræðralag sem stefnu.

   Kostnaður við utanríkisþjónustuna er úr öllusamhengi við stærð  okkar svo ekki sé mynnst á efnahag.  Það að Ingibjörg ætli hafi ekki dug né þor til að láta eftirlaunafrumvarið ganga í gegn, og ekki hækka skattleysismörk í ca 160 þusund, og styðja Davíð í okurstýrivaxtastefnu sinni og jafnvel bæta í. ekki einu sinni ræða fiskveiðistjórnunarmál, né úrskurð Mannréttinarnefnar segir mér bara það eitt mjúkir eru stólarnir, og skítt með lýðinn sem kaus hana.

haraldurhar, 6.4.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband